Húsbílaleigan þín í Evrópu - McRent

Sanngirni

Hjá McRent keyrir þú í fríið á þeim húsbíl sem þú óskaðir eftir.

Allt svo auðvelt

Gott úrval af mismunandi tegundum af húsbílum á sanngjörnu verði.

Öruggt

Nýjir bílar með hemlalæsivörn (ABS) og skrikstýringu (ASR).  Við veitum þér góða aðstoð ef eitthvað kemur upp á.

Velkomin á heimasíðu McRent húsbílaleigunnar!

Ef þú ætlar að leigja húsbíl og ert að leita að besta verðinu þá getur þú haft samband við okkur og fengið tilboð.  Sanngirni, einfaldleiki og öryggi, það eru okkar gildi.  McRent húsbílaleigan starfar um alla Evrópu og bjóðum við upp á allar þær gerðir húsbíla sem góð húsbílaleiga getur boðið upp á.  Hvort sem þú ert að leita þér að hagkvæmri háþekju eða rennilegri lágþekju þá er fljótlegt og auðvelt að leita til okkar en allir okkar húsbílar eru tæki í toppstandi frá Þýsku framleiðundunum Dethleffs, Sunlight, Pössl og Globecar.

Húsbílar til sölu

Húsbílar til sölu P. Karlsson ehf.
www.pkarlsson.is

Ef þú hefur spurningar, óskir eða tillögur

Þá er það okkur sönn ánægja að aðstoða þig.
Vinsamlegast veitið okkur nánari upplýsingar.

Your E-Mail contact to McRent (english)

Vefgátt McRent – myndbönd

Myndböndin okkar koma á framfæri áhugaverðum upplýsingum og útskýringum varðandi það hvernig á að nota húsbílinn sem tekinn er á leigu.

Stærsta húsbílaleigan í Evrópu

McRent húsbílaleigurnar eru starfræktar víðsvegar í Evrópu: í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, á Ítalíu, í Hollandi, Noregi, Svíþjóð, Portúgal, Spáni, Sviss og á Íslandi.
Frelsið og þægindin sem fylgja því að ferðast í húsbíl eru óviðjafnanleg og þrátt fyrir að veðrið geti verið óútreiknanlegt þá er auðvelt að elta sólina þar sem hún skín.  McRent húsbílaleigan setur sér það markmið  að veita þér sem besta þjónustu og gera fríið þitt ógleymanlegt.

Sérfræðingar í húsbílum

Við leitumst við að bjóða upp á húsbíla sem eru ekki eldri en þriggja ára og ávalt í toppstandi.  Í leigðum húsbíl frá okkur getur þú og fjölskylda þín farið í fríið á öruggan og þægilegan máta.  Ítarleg kennsla og fræðsla er veitt á staðnum áður en lagt er af stað.  Farið er yfir öll tæki sem í bifreiðinni eru og ítarlegar öryggisleiðbeningar eru yfirfarnar með viðskiptavinum okkar á staðnum.  Bifreiðarnar eru rúmgóðar og því er hægt að hafa með sér talsverðan farangur í fríið en einnig má leigja hjá okkur margvíslegan aukabúnað.

Njóttu frelsisins í húsbíl

Allt er við höndina í okkar farartækjum.  Bifreiðarnar eru vel útbúnar, með: ísskáp, eldavél, klósetti, strutu, heitu og köldu vatni en mikinn fjölda aukabúnaðar má einnig leigja hjá okkur.  Frelsið sem fylgir því að ferðast um landið í húsbíl er óviðjafnanlegt en einnig býðst ykkur að sjálfsögðu að leita til okkar með leigu á bifreiðum annarsstaðar í Evrópu.  Hjá McRent býðst þér að upplifa ferðatilhögun eftir þínu höfði og ef þú berð húsbílaferð saman við aðra ferðamöguleika munt þú komast að því að leigja húsbíl er þess virði.  Bókaðu draumafríið þitt fljótt og auðveldlega á netinu.

Top