Að leigja húsbíl þýðir að vera þar sem þú vilt vera.

Hér í dag, þar á morgun – þar sem þér líkar best að vera, þar getur þú hæglega verið.  Við höfum frábæran húsbíl fyrir þig.

Ef þú vilt upplifa eitthvað nýtt, daglega, eins og þér hentar þá færir frí í húsbíl þér sjálfstæði og frelsi.  Engar skuldbindingar, fáar takmarkanir – þú ákveður hvernig þú eyðir deginum.

Það er sannarlega gott að vita til þess að þú getur treyst á húsbílaleigu sem veit hvernig á að aðstoða þig við að skipuleggja drauma fríið.  Á traustum 
húsbíl er mætir þínum þörfum og með umhyggjusamri þjónustu frá okkur verður allt svo miklu auðveldara fyrir þig.

Allir okkar húsbílar eru vel útbúnir: eldhús 
er með ísskáp og eldavél, baðherbergi með vaski, sturtu og klósetti, miðstöð, ferskvatns- og affallstanki, öryggisbeltum í borðkrók, vökvastýri, loftkælingu í stýrishúsi, hraðastilli (cruise control), útvarpi og geislaspilara, 230 V landkapli, evrópsku 230 V tengi, sér 12 V rafgeymir er fyrir húsið, hleðslutæki er fyrir rafgeymi, slökkvitæki eru í öllum bílum o.fl.o.fl.

Aukabúnaður eins og: eldhúsáhöld, barnasæti, GPS tæki, straumbreytar, sængur, koddar og rúmföt eru einungis í boði ef þau eru pöntuð aukalega, gegn gjaldi.
Að bóka bifreið hjá okkur er mjög einfalt, hvort heldur beint af heimasíðu okkar eða með því að hafa beint samband við okkur.  Íslenskir viðskiptavinir geta haft beint samband við okkur í síma: 578-6070 en einnig er hægt að hafa samband við aðalskrifstofu McRent, í síma: +49 (0)7562 91389 150 (english). Athugið að það leggst ekkert aukagjald ofan á uppgefið verð.

Leigugjaldið inniheldur:

 • Virðisaukaskatt
 • Víðtæka tryggingu með sjálfsábyrgð að 2.800,- EUR fyrir hvert tjón
 • Ábyrgðatrygginu til þriðja aðila, með hámarksbótafjárhæð uppá 50 milljónir Evra
 • Markísa er á flestum bílunum
 • Bakkmyndavél er á flestum bílum
 • Dethleffs öryggispakka
 • Loftkælingu í stýrishúsi
 • Hjólagrind
 • Þrif að utan
 • 2 gaskúta
 • Afréttara undir hjól bílsins
 • 230 V landkapal
 • Klósettefni

Sanngirni

Hjá McRent keyrir þú í fríið á þeim húsbíl sem þú óskaðir eftir.

Allt svo auðvelt

Gott úrval af mismunandi tegundum af húsbílum á sanngjörnu verði.

Öruggt

Nýjir bílar með hemlalæsivörn (ABS) og skrikstýringu (ASR).  Við veitum þér góða aðstoð ef eitthvað kemur upp á.

Top